Samspils-Podcast: Samstarfsverkefni um stoðkerfi fyrir starfsþróun
Spjallað við kennara og skólastjórnendur sem taka þátt í verkefni um stoðkerfi fyrir starfsþróun kennara á ýmsum skólastigum.
Spjallað við kennara og skólastjórnendur sem taka þátt í verkefni um stoðkerfi fyrir starfsþróun kennara á ýmsum skólastigum.
Hér segja fjórir íslenskir menntabloggarar: Tryggvi Thayer, Anna María K. Þorkelsdóttir, Fjóla Þorvaldsdóttir og Ingileif Ástvaldsdóttir; frá því hvað fær þá til að blogga um menntamál og fleira. Athugið að um er að ræða myndasafn – smellið í hornið efst til hægri til að sjá lista yfir öll myndskeiðin.
Nú hefur Deilitorg Samspils 2018 verið sett á vefinn. Deilitorgið er vefur þar sem þátttakendur geta deilt með öðrum verkefnum eða tólum sem gagnast í námi og kennslu. Til að fara á Deilitorgið smellið á tengilinn efst á vefsíðu Samspils 2018, eða smellið hér. Hér fyrir neðan er stutt mynd sem sýnir hvernig þú notar Deilitorgið.
YouTube myndasafn úr Samspili 2015 með kennslumyndum um ýmsa samfélagsmiðla og önnur net- og veftól sem nýtast ýmist í kennslu og til starfsþróunar. Smellið efst til hægri í glugganum (þar sem stendur 1/39) til að sjá lista yfir allt myndefnið.
Einn virkasti vettvangur á samfélagsmiðlum fyrir starfsþróun íslensks skólafólks er á #menntaspjall á Twitter. Hér fyrir neðan eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú skráir þig á Twitter, hvernig þú tístar og hvernig þú tekur þátt í samskiptum við aðra notendur. Athugið að þetta er myndasafn. Smellið í hornið efst til hægri til að sjá lista yfir allar myndirnar.