Category: Starfsþróun

Hvernig virkar Deilitorg Samspils 2018?

Nú hefur Deilitorg Samspils 2018 verið sett á vefinn. Deilitorgið er vefur þar sem þátttakendur geta deilt með öðrum verkefnum eða tólum sem gagnast í námi og kennslu. Til að fara á Deilitorgið smellið á tengilinn efst á vefsíðu Samspils 2018, eða smellið hér. Hér fyrir neðan er stutt mynd sem sýnir hvernig þú notar Deilitorgið.

Twitter fyrir byrjendur

Einn virkasti vettvangur á samfélagsmiðlum fyrir starfsþróun íslensks skólafólks er á #menntaspjall á Twitter. Hér fyrir neðan eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú skráir þig á Twitter, hvernig þú tístar og hvernig þú tekur þátt í samskiptum við aðra notendur. Athugið að þetta er myndasafn. Smellið í hornið efst til hægri til að sjá lista yfir allar myndirnar.