Category: Menntun fyrir alla

Reynslusögur kennara af menntun fyrir alla

Eftirfarandi myndskeið voru framleidd í tengslum við TdiverS verkefnið, Evrópskt samstarfsverkefni um nám og kennslu í fjölbreyttum nemendahópum. Myndskeiðin eru fjögur og í þeim segja þrír íslenskir kennarar hvernig þeir nota tækni og kennsluaðferðir til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Þrír grunnskólakennarar útskýra hvernig þeir skilja skóla án aðgreiningar og menntun fyrir alla. Þeir ræða hvað þeim finnst mikilvægast í skólastarfi og hvað hvetur þá…

Viðmið fyrir altæka hönnun náms

Í seinna útspilinu með Eddu Óskarsdóttur lærðum við um altæka hönnun náms (e. universal design for learning – UDL). Altæk hönnun hefur verið töluvert til umræðu í tengslum við menntamál undanfarin ár. Um er að ræða ákveðna nálgun í skipulagi náms og þróun námstækja og umhverfis þar sem leitast er við að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda. Hér fyrir neðan eru drög að þýðingu…

Hvernig virkar Deilitorg Samspils 2018?

Nú hefur Deilitorg Samspils 2018 verið sett á vefinn. Deilitorgið er vefur þar sem þátttakendur geta deilt með öðrum verkefnum eða tólum sem gagnast í námi og kennslu. Til að fara á Deilitorgið smellið á tengilinn efst á vefsíðu Samspils 2018, eða smellið hér. Hér fyrir neðan er stutt mynd sem sýnir hvernig þú notar Deilitorgið.