Samspils-Podcast: Samstarfsverkefni um stoðkerfi fyrir starfsþróun
Spjallað við kennara og skólastjórnendur sem taka þátt í verkefni um stoðkerfi fyrir starfsþróun kennara á ýmsum skólastigum.
Spjallað við kennara og skólastjórnendur sem taka þátt í verkefni um stoðkerfi fyrir starfsþróun kennara á ýmsum skólastigum.
Í fyrsta podcasti Samspils 2018 spjallar Björn Gunnlaugsson um skapandi skólastarf í Langholtsskóla eða það sem margir þekkja sem Smiðja og Sprellifix.
Eftirfarandi myndskeið voru framleidd í tengslum við TdiverS verkefnið, Evrópskt samstarfsverkefni um nám og kennslu í fjölbreyttum nemendahópum. Myndskeiðin eru fjögur og í þeim segja þrír íslenskir kennarar hvernig þeir nota tækni og kennsluaðferðir til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Þrír grunnskólakennarar útskýra hvernig þeir skilja skóla án aðgreiningar og menntun fyrir alla. Þeir ræða hvað þeim finnst mikilvægast í skólastarfi og hvað hvetur þá…
Hér segja fjórir íslenskir menntabloggarar: Tryggvi Thayer, Anna María K. Þorkelsdóttir, Fjóla Þorvaldsdóttir og Ingileif Ástvaldsdóttir; frá því hvað fær þá til að blogga um menntamál og fleira. Athugið að um er að ræða myndasafn – smellið í hornið efst til hægri til að sjá lista yfir öll myndskeiðin.
Í seinna útspilinu með Eddu Óskarsdóttur lærðum við um altæka hönnun náms (e. universal design for learning – UDL). Altæk hönnun hefur verið töluvert til umræðu í tengslum við menntamál undanfarin ár. Um er að ræða ákveðna nálgun í skipulagi náms og þróun námstækja og umhverfis þar sem leitast er við að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda. Hér fyrir neðan eru drög að þýðingu…
Ása Helga Ragnarsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ, hefur verið að þróa áhugaverðar leiðir til að nota leiklist með nemendum til að koma betur til móts við þarfir þeirra. Í samstarfi við Hákon Sæberg Björnsson, sem lauk M.Ed. námi við sviðið 2017 (sjá lokaritgerð Hákons hér), hefur Ása kynnt reynslu kennara af aðferðinni sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Smellið hér til að sjá upptöku frá einni kynningu….
Nú hefur Deilitorg Samspils 2018 verið sett á vefinn. Deilitorgið er vefur þar sem þátttakendur geta deilt með öðrum verkefnum eða tólum sem gagnast í námi og kennslu. Til að fara á Deilitorgið smellið á tengilinn efst á vefsíðu Samspils 2018, eða smellið hér. Hér fyrir neðan er stutt mynd sem sýnir hvernig þú notar Deilitorgið.
Í byrjun desember deildi Sif Sindradóttir (@SSindradottir) leik á Twitter sem heitir #12dagatwitter þar sem kennarar eru hvattir til að deila áhugaverðu efni fram að jólum. Margir hafa tekið þessu vel og er margt gagnlegt að finna meðal þess sem hefur verið deilt. Hér fyrir neðan birtast nýjustu og vinsælustu tístin. Til að sjá meira farið á Twitter-síðu leiksins: #12dagatwitter. Fyrir neðan tístin eru svo meira um þennan áhugaverða…
YouTube myndasafn úr Samspili 2015 með kennslumyndum um ýmsa samfélagsmiðla og önnur net- og veftól sem nýtast ýmist í kennslu og til starfsþróunar. Smellið efst til hægri í glugganum (þar sem stendur 1/39) til að sjá lista yfir allt myndefnið.
Einn virkasti vettvangur á samfélagsmiðlum fyrir starfsþróun íslensks skólafólks er á #menntaspjall á Twitter. Hér fyrir neðan eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú skráir þig á Twitter, hvernig þú tístar og hvernig þú tekur þátt í samskiptum við aðra notendur. Athugið að þetta er myndasafn. Smellið í hornið efst til hægri til að sjá lista yfir allar myndirnar.