Reynslusögur kennara af menntun fyrir alla

Eftirfarandi myndskeið voru framleidd í tengslum við TdiverS verkefnið, Evrópskt samstarfsverkefni um nám og kennslu í fjölbreyttum nemendahópum. Myndskeiðin eru fjögur og í þeim segja þrír íslenskir kennarar hvernig þeir nota tækni og kennsluaðferðir til að mæta þörfum ólíkra nemenda.

Þrír grunnskólakennarar útskýra hvernig þeir skilja skóla án aðgreiningar og menntun fyrir alla. Þeir ræða hvað þeim finnst mikilvægast í skólastarfi og hvað hvetur þá áfram í kennslu.

 

Fanney Snorradóttir útskýrir hvernig hún kemur til móts við nemendur í kennslu sinni. Hún kennir ensku í fjölbreyttum 9. Bekk. Hér segir hún frá því hvernig hún nýtir IPad og ýmis “öpp” sem tæki til náms og kennslu og hvernig hún kemur til móts við ólíkar þarfir nemenda.

 

Hrafnhildur Sævarsdóttir, sundkennari lýsir hvernig hún bregst við þörfum nemenda sinna á ólíkan hátt eftir hæfni þeirra. Hún skipuleggur kennslustundir sínar vandlega eftir settum markmiðum en aðlagar hverja kennslustund að þeim hópi sem hún er með hverju sinni og veitir nemendum þannig svigrúm til þátttöku.

 

Ásta Egilsdóttir segir frá kennslu í litlum hópi nemenda sem eru að læra íslensku sem annað mál. Nemendurnir vinna í sama þemaverkefni og aðrir bekkjarfélagar, en þurfa dýpri skilning og meiri æfingu. Kennarinn útskýrir að í kennslunni hennar, og í skólanum, er áhersla á að læra í gegnum hlutbundna vinnu, sköpun og leik.

Leave Your Comment