Viðmið fyrir altæka hönnun náms

Í seinna útspilinu með Eddu Óskarsdóttur lærðum við um altæka hönnun náms (e. universal design for learning – UDL). Altæk hönnun hefur verið töluvert til umræðu í tengslum við menntamál undanfarin ár. Um er að ræða ákveðna nálgun í skipulagi náms og þróun námstækja og umhverfis þar sem leitast er við að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda.

Hér fyrir neðan eru drög að þýðingu á viðmiðum fyrir altæka hönnun náms sem hafa verið þróuð af CAST, sem er líklega sá aðili sem hefur unnið hvað mest útbreiðslu þessarar hugmyndafræði.

Viðmiðin hér fyrir neðan má nota á ýmsan hátt. Til dæmis til að meta tæki eða hugbúnað sem ætlað er að nota í námi eða kennslu, til að greina námsumhverfi í skólum, skólastofum eða annarsstaðar, að greina námsáætlanir og margt fleira. Lykilatriðin í altækri hönnun eru tvö og ættu að vera öllum ljós af þessum viðmiðum.  Annars vegar er að hafa sveigjanleika námi og kennslu, þ.e. að nemendur hafi svigrúm til að koma að námi á þeim forsendum sem henta þeim best. Hins vegar er að eyða mögulegum hindrunum áður en farið er af stað með kennslu, verkefni eða annað skólastarf.

Eins og aður segir er hér um drög að þýðingu að ræða og eru ábendingar um villur, óskýra málnotkun velþegnar og má senda þær til tbt@hi.is. Upprunalegu útgáfuna á ensku má nálgast á vef CAST.

(Smellið hér eða á myndina til að sækja PDF útgáfu af viðmiðununum)

(Smellið hér eða á myndina til að sækja PDF útgáfu af viðmiðununum)

Leave Your Comment